154. löggjafarþing — 88. fundur,  19. mars 2024.

málstefna íslensks táknmáls 2024--2027 og aðgerðaáætlun.

37. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. minni hluta (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég heyri að hv. þm. Björn Leví Gunnarsson vaknaði í morgun og ákvað að stefnur ríkisstjórnarinnar ætlaði hann að hafa sem markmið í dag, (Forseti hringir.) að tala þær niður. Allar stefnur eru undirbúningur að frekari aðgerðum en þessari stefnu fylgir líka aðgerðaáætlun. Auðvitað er það í fjármálaáætlun sem fjármagnið er sett í þetta, en það er líka hellingur af aðgerðum í þessari stefnu sem krefjast ekki fjármuna úr fjármálaáætlun. Þess vegna erum við að þessu. Við erum að tryggja réttindi t.d. táknmálstalandi barna hér og nú og erum að móta stefnu um þennan tiltekna hóp sem hefur íslenskt táknmál sem sitt móðurmál. Þess vegna finnst mér mikilvægt að við séum að móta okkur stefnu, móta okkur áætlun áður en við vöðum fram með eitthvað. Þetta er vönduð áætlun og ég styð hana heils hugar og nefndin í heild.